Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Húsnæðislán lausn

Tugþúsundir fólks eru að missa aleigu sína vegna vertryggingar húsnæðislána og það á ekkert að gera nema fresta hluta af mánaðarlegum afborgunum sem er auðvitað engin lausn á vandanum.  Húsnæðislán eru í upphafi veitt með ákveðnu skuldabréfi með föstum lánaskylirðum sem virðist vera erfitt að breyta og er engin vilji til þess af hálfu ríkisins.

Lausnin er að gefa út nýjan flokk húsnæðislána sem gætu verið verðtryggð með launavísitölu ef menn vilja endilega vera með verðtryggingu og gefa öllum húseigendum kost á að skipta sínum húsnæðislánum yfir í þennan nýja flokk.

Það tapa allir á því að keyra áfram með núverandi kerfi og setja heimilin í landinu í gjaldþrot. Ef húsnæðisstofnun, bankar og aðrar lánastofnanir ætla að leysa til sín stóran hlut af fasteignum landsmanna er ekki hægt að sjá að nokkur hagnist á því vegna þess að húsnæðismarkaðurinn er botnfrosin og ef á að selja íbúðirnar aftur eru líklegustu kaupendur fyrri eigendur sem þá fá íbúðirnar aftur á brunaútsölu, er það betri lausn ?, svari hver fyrir sig.


Um bloggið

GunnarE

Höfundur

Gunnar S.Einarsson
Gunnar S.Einarsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband