17.6.2010 | 00:07
Dragnótaveiðar skemmdarverk
Það er löngu komin tími til að banna dragnótaveiðar í Skagafirði þar sem veiðarfærið skefur upp gróður á hafsbotni og skemmir lífríkið og veldur óbætanlegu tjóni.
Þessar veiðar eru ekki liður í þeirri sjálfbærni fiskveiða sem stefna skal að í þessu landi.
GE.
![]() |
Segir viðmót ráðherra óþolandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
GunnarE
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan dag Gunnar.
Hvernig væri að kynna sér hvernug dragnótaveiðar fara fram?
http://www.liu.is/files/R%C3%A1%C3%B0herra%20stingur%20sk%C3%BDrslu%20Hafr%C3%B3%20undir%20st%C3%B3l_996621184.pdf
http://www.amx.is/efnahagsmal/13834/
Bestu kveðjur,
Sigurvald.
www.sjavarutvegsraduneyti.is/media/.../Samantekt_med_Nr._34_2010.pdf
Sigurvald (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 05:27
Takk fyrir þetta innlegg Sigvaldi.
Þeir sem geta best dæmt um skaðsemi þessara veiðarfæra eru væntanlega sjómenn sem stunda veiðar í Skagafirði og læt ég fylgja hér með slóðir inn á blaðagreinar eftir Skagfirska sjómenn sem þekkja þessi mál best.
Er ekki komin tími til að hætta að stunda alla rányrkju og umgangast lífríkið á sjálfbæran hátt.
Kveðja. GE.
http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1098532
http://www.smabatar.is/2006/10/dragnotaveiar-a-skagafiri.shtml
Gunnar Einarsson (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 09:13
Ágæti Gunnar!
Þessar greinar sem þú vitnar til fjalla ekki um skaðsemi dragnótar. Þær fjalla einvörðungu um hver á að fá að veiða fiskinn inni á Skagafirði. það vita allir að Dragnót er öflugt veiðarfæri sem skilar mjög góðu hráefni til vinnslu. Það eru jú ekki satt æskilegustu veiðarfærinn og því ekki skaðræði. Fjöldi góðra manna barðist á fyrri öldum gegn línuveiðum af því þær myndu valda ofveiði.Deilan snýst því um hver á að fá að veiða fiskinn eins og oft áður.
b.kv Atli
Atli Árnason (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 10:58
Takk fyrir þetta innlegg Atli.
Ég minni á athugasemd við þessa frétt í Mbl eftir Guðmundur Zebitz kafara en hann segir:
"Ég er kafari og hef kafað á slóðum þar sem slíkar massaveiðar hafa átt sér stað á grunnslóðum og ég held að Gylfi ætti að fá að skyggnast um neðansjávar á þeim stöðum.Auðnin og eyðileggingin er algjör. Málið snýst ekki bara um fisk. Það er mun meira lífríki í hafinu en bara fiskur sem verður fyrir barðinu á slíkum massaveiðum á grunnslóðum."
Botnvörpuveiðar ætti að banna með öllu og dragnótaveiðar út fyrir grunnslóðir.
Þarf frekar vitnana við, látum vistkerfið njóta vafans, rányrkja hvort sem er á sjó eða landi er ekki ásættanleg.
Gunnar S.Einarsson, 17.6.2010 kl. 13:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.