Verðhrun fasteigna

Ef ríkisstjórnin fer ekki að vakna af þyrnirósasvefninum langa og "það reddast" syndrominu mun fasteignamarkaðurinn fara sömu leið og í Bandaríkjunum.

Á síðustu árum er búið að bjóða upp 2,3 milljónir heimila og aðrar 2,3 milljónir heimila eru á leið í gjaldþrot en þetta jafngildir því að búið væri að bjóða upp 23,000 heimili á Íslandi og önnur 23,000 væru á leið í gjaldþrot.

Þetta hefur haft þær afleiðingar að verð á fasteignum hefur hrunið og má nefna að fasteign í Orlando á Florida sem kostaði 300,000 $ í febrúar 2006 er nú seld á 135,000 $ og er því lækkunin 55% og verðið er enn á leið niður.

Ef þetta skeður á Íslandi munu ekki aðeins fasteignaeigendur verða gjaldþrota í stórum stíl heldur munu bankarnir ekki lengur uppfylla skilyrði F.m.e um eigið fé  þar sem þeir yrðu að færa niður verð fasteigna í lánabókum.

Er þetta noræna velferðastjórnin sem hér er við völd eða svartasta kapítalista stjórn frá stofnun Íslenska Lýðveldisins.

GE.


mbl.is Ríkisstjórnin var vöruð við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ríkisstjórnin er meðvituð um þennan vanda. Því miður eru það bankarnir sem ráða för og svo virðist sem þeim hafi verið rænt öðru sinni.

Skuldarar eiga fremur að mótmæla í bönkunum eins og konan gerði dyggilega á dögunum. Þar er rétti vettvangurinn.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 4.10.2010 kl. 17:51

2 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Stefna ríkisstjórnar er að byggja stórt gettó á suðurnesjum,(ekki álver) stór hluti festist í fátæktar gildrum og blæðir hratt út, en í sjávarbyggðum blæðir fólki hægt út þar sem kvótinn fór í áföngum

Það er ekki þessari ríkisstjórn að kenna hvernig fór það má fara aftur til Viðeyjarstjórnina 1991,

þar eru margir sökudólgar, en það þarf að hengja bakara fyrir smið.

Bernharð Hjaltalín, 4.10.2010 kl. 18:48

3 Smámynd: Höfundur ókunnur

Þú segir: "Ef þetta skeður á Íslandi munu ekki aðeins fasteignaeigendur verða gjaldþrota í stórum stíl heldur munu bankarnir ekki lengur uppfylla skilyrði F.m.e um eigið fé  þar sem þeir yrðu að færa niður verð fasteigna í lánabókum."

Hægt er að breyta lögum/kröfum um eiginfjárhlutfall banka. Skv. Basel 3 þarf það að vera 7% að lágmarki 2019.

Ef að Ríkið tekur alla skuld á sig, með niðurfærslum, þá er hættan sú að ríkið sjálft verði gjaldþrota. Þú sérð núna í dag hvað gerist við það eitt að skera niður ríkisútgjöld. Hin leiðin, tekjuaukning, er skattheimta með einum eða öðrum hætti. Hún er ekki heldur glæsileg.

Kannski er best að henda bara sjálfstæðinu og setja þrotabúið á uppboð?

Höfundur ókunnur, 5.10.2010 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

GunnarE

Höfundur

Gunnar S.Einarsson
Gunnar S.Einarsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband