Nýja Ísland

 ÚTRÁSIN ÍSLENSKA.

Íslenska útrásin sem byggð var á taumlausri græðgi nokkura manna er gjaldþrota.Hvar eru allir peningarnar sem þeir tóku að láni, í hvað fóru þeir og hvernig er hægt að skila þeim til réttra eigenda og bæta það tjón sem íslensk þjóð hefur orðið fyrir hér heima og erlendis.Þetta eru spurningar sem þarf að svara og grípa til viðeigandi aðgerða til að íslenska þjóðin geti aftur skapað sér virðingu á alþjóðavettvangi.Þeir sem bera ábyrgð á skaðanum verða að svara til saka annars erum við ekki lengur réttarríki.

SIÐFERÐILEGAR SPURNINGAR.

Margir íslendingar eru nú að velta fyrir sér siðferðilegri spurningu.Ef einn Íslendingur er staðin að fjárdrætti í Bretlandi, er það allri íslensku þjóðinni að kenna ?, auðvitað ekki,hvað um ef 20 Íslendingar standa að fjárdrætti, hvenær er slíkt orðið þjóðarglæpur þar sem allri þjóðinni er kennt um og hún krafin um að bæta tjónið. Við verðum að gefa okkur góðan tíma til að ransaka þetta mál og láta rétta aðila standa fyrir máli sínu. Á meðan verður að frysta eigur þeirra sem liggja undir grun.

 VAXTAOKUR ÚTRÁSARMANNA Á EIGIN ÞJÓÐ.

Almenningur á Íslandi hefur síðustu árin búið við hæstu vexti í heimi og hefur því ekki tekið þátt í þessum fjárdrætti sem íslenskir alþjóðabraskarar hafa stundað.Í ljósi þess að hér á að fara að byggja upp nýja Ísland verða menn að átta sig á að vaxtaokur leiðir aðeins til algjörs hruns í þjóðfélaginu eins og núverandi stefna hefur sannað.

 VARNARBARÁTTA ÍSLENDINGA.

Við erum ekki eina þjóðin í heiminum sem á syni og dætur sem lifa fyrir þá spennu og siðblindu sem fylgir græðgini.Aðrar þjóðir eru að uppskera það sama og við, efnahagslegt hrun sem er rétt að byrja.Við erum fyrstir að lenda í þessu en hinar þjóðirnar munu fylgja fast á eftir og er það því mikilvægt fyrir okkur sem þjóð að vera ekki að flýta okkur að taka á okkur allar syndir heimsins, heldur vera fastir fyrir og skoða okkar réttarstöðu.Við eigum ekki að láta börnin okkar borga fyrir þetta útrásar fyllerí.

 HEIMSKREPPA YFIRVOFANDI.

Við þurfum að sýna stillingu og æðruleisi sem þjóð því við erum fyrstu fórnarlömb alheimskreppu sem er rétt að byrja. Evrópa og Bandaríkin eiga í miklum erfiðleikum með að bjarga sinni fjármálastarfsemi og nýlegar aðgerðir byggjast á taumlausri seðlaprentun.

Dæmi frá Bandaríkjunum: 

 "In the past 30 days alone, the Treasury Department increased the supply of dollars by 16%. These massive cash infusions are going to ramp up both inflation and the recession. Now is the time for investors to be cautious."

ENDALOK ALÞJÓÐA KAPÍTALISMANS, HNATTVÆÐINGARINAR.

 Þegar kreppan er skollin á alla heimsbygðina fara menn kannski að átta sig á því að það er kapitalismin sem er gjaldþrota, hann þoldi ekki alþjóðavæðinguna þar sem frjálst fjárstreymi fer eftirlitslaust á milli landa með nútíma tölfutækni og öll landamæri fjármagns eru úr söguni.Við höfum skapað alþjóðaverslun þar sem vörur eru framleiddar á láglaunasvæðum og fluttar um hálfan hnöttin til neytenda og með öllum þeim fjölda gjaldmiðla sem er í gangi hefur skapast ójafnvægi þar sem sumar þjóðir hafa getað prentað endalausa peninga til að greiða fyrir vörur og nú er komið að skuldadögum, að menn missa trú áákveðna gjaldmiðla og heimsverslunin fer að byggjast meira á heimamarkaði.Aðal viðskiptamiðstöð heimsviðskipta mun færast til þeirra sem eiga sterkustu sjóðina og ný skipan mun komast á alþjóðagjaldeyrismál. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

GunnarE

Höfundur

Gunnar S.Einarsson
Gunnar S.Einarsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband