24.6.2010 | 09:02
Óhæfur viðskiptaráðherra
Gylfi Magnússonviðskiptaráðherra hefur gerst sekur um þvílíkt dómgreindarleysi að hann verður að víkja strax. Ummæli hans hafa stórskaðað bankana og hann hefur ekki verið að standa sig í ríkisstjórn eins og altalað er, verið afkastalítill og komið í veg fyrir að góð mál næðu fram að ganga. Hann verður að taka pokan sinn ekki seinna en um helgina og skipa verður hæfan mann í embættið sem gengur í takt við ríkisstjórnina. Það hefur fallið dómur í Hæstaréttarmáli sem hann ætlar að hundsa og þar með vanvirða æðsta dómstól landsins og svíkja almenning í landinu.
Hverjir eiga bankana ? Það veit engin, sennilega að meirihluta erlendir kröfuhafar og vogunarsjóðir og bankarnir eru að túttna út af peningum en lána sama og ekki neitt. Eigendur bankana eru væntanlega að bíða eftir að gjaldeyrishömlum verði aflétt svo þeir geti ryksugað alla peninga út úr þeimog flutt til útlanda með því að taka út arð eða bara veita sjálfum sér hagstæð kúlulán sem þeir ætla ekki að endurgreiða eins og fyrri eigendur gerðu og voru þeir þó Íslendingar og halda menn að erlendir eigendur verði eitthvað betri.
Nú er komin upp sú einkennilega staða að það eru skuldarar gengistryggðra lána sem eiga bankana vegna oftekina vaxta og afborgana af ólöglegum lánum og er ekki betra að bankarnir séu í eigu Íslendinga en Útlendinga. Lausnin á vandamálinu vegna gengistryggðra lána er kanski að skuldarar breyti hluta af inneign sinni í bönkunum í hlutafé og taki þar með bankana yfir, þeir eru jú gjaldþrota að sögn viðskiptaráðherra og þar með lækka erlendar skuldir þjóðarinnar og allir geta verið hamingjusamir.
KV. GE
Hvetja fólk til að taka út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
GunnarE
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.