21.6.2010 | 23:43
Opið bréf til Alþingismanna 19. júní
Ps. Ég geri mér grein fyrir að Alþingismenn eru ekki allir steyptir í sama mótið og margir hafa barist fyrir leiðréttingu á skuldum heimilina og hafi þeir þökk fyrir. Bréfið mitt var samið sem hópbréf en á vitaskuld ekki við um þá Alþingismenn sem hafa staðið vaktina fyrir heimilin í landinu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2010 | 16:42
Að sleppa frá skuldum
Það eru sérstök forréttindi að sleppa frá skuldum og það eru aðeins fáir útvaldir sem komast upp með það. Skrítið að lesa frá þessum ágæta manni að stjórnvöld í samvinnu við fjármalastofnanir eigi fara að túlka dóm hæstaréttar varðandi gengistryggð lán, hvað með lánþegan á hann ekkert að vera með í plottinu frekar en vanalega. Þessar skoðanir eru vanvirða við hæstarétt Íslands, lög og reglur þessa samfélags og almenna siðfræði.
GE
Sleppa ekki frá skuldunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.6.2010 | 15:05
Lög, ólög og réttlæti
Það er broslegt að lesa þennan pistil frá manni sem er lektor við HÍ.
Það er ekki hægt að ákveða einhverja nýja aðferð til að breyta láni ef lánið hefur verið dæmt af Hæstarétti Íslands ólöglegt, lánið getur þá ekki bara fengið verðtryggingu eða vexti miðað við óverðtryggð lán Seðlabanka Íslands eða eitthvað annað.
Það er augljóst að lánið er þá í íslenskum krónum og með þá vexti sem stendur í skuldabréfi hvort sem það er réttlátt eða óréttlátt eða var eitthvað hlustað á fólk sem kvartaði undan stökkbreytingu lánana þegar gengið féll ?
Næsta mál er að ráðast á verðtryggðu lánin og færa niður höfuðstól, er eitthvað réttlæti fólgið í því að hækka húsnæðismálalán ef heimsmarkaðsverð á olíu hækkar. Verðtrygging er ekki guðleg forsjá heldur mannana verk sem hægt er að breyta.
GE.
Lán mögulega áfram verðtryggð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.6.2010 | 00:07
Dragnótaveiðar skemmdarverk
Það er löngu komin tími til að banna dragnótaveiðar í Skagafirði þar sem veiðarfærið skefur upp gróður á hafsbotni og skemmir lífríkið og veldur óbætanlegu tjóni.
Þessar veiðar eru ekki liður í þeirri sjálfbærni fiskveiða sem stefna skal að í þessu landi.
GE.
Segir viðmót ráðherra óþolandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.6.2010 | 12:00
Hvað er í gangi ?
Íslendingar og Kínverjar gera gjaldeyrisskiptasamning upp á 66 miljarða og á sama tíma er verið að bjóða þeim aðgang að íslensku stór verkefni, Búðarhálsvirkjun sem eru framkvæmdir upp á 36 miljarða og Kínverskur banki er tilbúin að lána fyrir framkvæmdum.
Á sama tíma eru flest öll verktakafyrirtæki á Íslandi verkefnalaus eða gjaldþrota og fjöldaatvinnuleysi. Er ekki tími til komin að við fáum fólk með íslenskt jarðsamband til að stjórna þessari þjóð með hagsmuni Íslendinga að leiðarljósi ?
GE.
Hafa áhuga á að bjóða í framkvæmdir við Búðahálsvirkjun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.9.2009 | 14:24
Hneyskli
Hvað er að þessari þjóð. Eina tækifærið sem við Íslendingar eigum til að ná okkur upp úr kreppu og eymd sem henni fylgir er orkan okkar.
Nú á að gefa orkuna til annar þjóða sem eru hinu megin á hnettinum og hálf þjóðin á að flytja úr landi vegna þess að við erum ekki að nýta þau tækifæri sem við eigum í landinu.
Það væri fróðlegt fyrir ráðamenn þessa lands að fara til Noregs og sjá hvernig þeir reka sín orkumál með því að selja umfram orku úr landi með sæstrengjum og má þar nefna sæstreng til Hollands sem er 580 kílómetra langur og orkan er sennilega 20 sinnum dýrari en verð á orku til álvera á þessu landi.
Það er tæknilega hægt og fjárhagslega hagkvæmt að leggja sæstreng til Skotlands sem er 950 kílómetrar og selja alla þá orku sem við getum framleitt til Evópu, eftir hverju eru menn að bíða, á að gera Ísland að skítugasta og mengaðasta landi heims ?, eru ekki vinstri grænir að stjórna þessu landi?
Gunnar Einarsson
Stærsti álframleiðandi Kína spáir í Þeistareyki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2008 | 14:22
Húsnæðislán lausn
Tugþúsundir fólks eru að missa aleigu sína vegna vertryggingar húsnæðislána og það á ekkert að gera nema fresta hluta af mánaðarlegum afborgunum sem er auðvitað engin lausn á vandanum. Húsnæðislán eru í upphafi veitt með ákveðnu skuldabréfi með föstum lánaskylirðum sem virðist vera erfitt að breyta og er engin vilji til þess af hálfu ríkisins.
Lausnin er að gefa út nýjan flokk húsnæðislána sem gætu verið verðtryggð með launavísitölu ef menn vilja endilega vera með verðtryggingu og gefa öllum húseigendum kost á að skipta sínum húsnæðislánum yfir í þennan nýja flokk.
Það tapa allir á því að keyra áfram með núverandi kerfi og setja heimilin í landinu í gjaldþrot. Ef húsnæðisstofnun, bankar og aðrar lánastofnanir ætla að leysa til sín stóran hlut af fasteignum landsmanna er ekki hægt að sjá að nokkur hagnist á því vegna þess að húsnæðismarkaðurinn er botnfrosin og ef á að selja íbúðirnar aftur eru líklegustu kaupendur fyrri eigendur sem þá fá íbúðirnar aftur á brunaútsölu, er það betri lausn ?, svari hver fyrir sig.
6.11.2008 | 23:52
Þjóðarsjálfsmorð
Ef það er skilyrði fyrir láni frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum að taka á okkur syndir bankana jafngildir það þjóðargjaldþroti, það er betra að hætta við og leysa málin á annan hátt.
Þegar Danir voru eitt sinn í miklum vanda boðaði ríkisstjórnin svokallaðan kartöflukúr sem þýddi að þjóðin sparaði í nokkur ár og náði sér út úr kreppuni.
Það er algjört brjálæði að hækka stýrivexti á Íslandi á sama tíma og aðrar þjóðir sem eru í miklu minni vanda en við eru að lækka stýrivexti til að fá hjól atvinnulífsins til að snúast, er virkilega hugmyndin að setja allt atvinnulíf í landinu á hausin og gera heimilin gjaldþrota.
Það þarf að lækka stýrivexti í 3%, fella niður verðtryggingu og setja gjaldeyrishöft næstu 2 árin meðan við erum að sigla í gegnum erfiðleikana, það gengur ekki að setja krónuna á flot og gera hana að skotspæni alþjóðlegra braskara sem svífast einskis til að græða peninga.
Við verðum að fá lán hjá þeim sem vilja lána okkur án skilyrða og finna sjálfir lausnir á þeim vandamálum sem við er að glíma.
Við verðum strax að sækja um aðild að ESB því það er ekki fólki bjóðandi að búa hér lengur við Íslensku krónuna og þá mannlegu harmleiki sem hún hefur valdið á síðustu mánuðum.
Það verður að boða strax til kosninga og láta þjóðina velja nýja fulltrúa til að koma landinu á réttan kjöl.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.10.2008 | 13:40
Afnemum Verðtryggingu strax
Almenningur á Íslandi hefur orðið fyrir þungu höggi undanfarnar vikur.
Sparifé landsmanna er að stórum hluta horfið af innlánsreikningum.
Hlutafé í bönkum hefur tapast og viðskipti með hlutabréf eru í uppnámi.
Gengi krónunar hefur fallið mikið og aðgengi að gjaldeyri er takmarkaður.
Markaður með fasteignir, bíla og dýrar eignir er frosin þannig að fólk
getur ekki selt eignir til að greiða skuldir.
Orðstýr þjóðarinnar út á við hefur beðið hnekki.
Nú hafa margir áhyggjur út af atvinnumissi og að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar og er lykilatriði að hætta með verðtryggingu lána þar sem það er algjörlega siðlaust að hækka lán eftir því sem vörur hækka við þessar aðstæður.
það verður að setja strax neyðarlög til að stöðva verðtryggingu lána annars
mun fólk missa allt eigið fé í íbúðum sínum á skömmum tíma.
Dæmi: fjölskylda á 30% í húsinu sínu og vísitalan hækkar á einu ári um 20%
og verðlækkun á fasteignini er 10% og þar með er eigið fé í húsinu tapað.
Hver hefur þá eignast húsið og hvaða hag hafa eigendur skulda af því að eignast þúsundir verðlausra eigna, hvað um venjulegar fjölskyldur sem gerðar verða gjaldþrota og húsnæðislausar,er ekki komið nóg af taumlausri græðgi.
Krónan er ónítur gjaldmiðill og taka verður upp annan gjaldmiðil t.d. evru strax. Þangað til það skeður verður að afnema verðtryggingu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2008 | 13:44
NOSTRADAMUS OG KREPPAN
Þeir sem hafa áhuga á spádómum ættu að skoða rit Nostradamusar 3.hluti sýnir úr framtíðinni sem nálgast má á slóðinni www.snerpa.is/net/nostri/nostri.htm
Þar segir meðal annars.
Skapadægur neyslusamfélagsins. Verðbólga og gerræði.
Ráðamenn og stjórnendur framleiða
eftirlíkingar og fræðimenn gera
áætlanir sem eru gjörsneyddar ráðvísi.
Gnægtahornið verður fyrir barðinu
á þeim og ofbeldi kemur í stað friðar.
Nauðungaruppboð og vaxandi vantrú á getu stjórnmálamanna
Þau munu kvarta undan eignamissi
og barma sér yfir því að hafa kosið
[ráðamenn] sem gera mistök æ ofan í æ.
Fáir vilja fylgja þeim lengur að málum
né láta síbylju þeirra draga sig á tálar.
Efnahagskreppa. Hrun verðbréfamarkaðarins
Táknmynd gulls og silfurs verður fórnarlamb
verðbólgu. Þegar velmegun líður
undir lok verður henni kastað í eldinn
í bræði, uppurinni og truflaðri vegna
ríkisskulda. Verðbréfin verða að engu.
Samsöfnun auðs á fárra hendur og vaxandi þörf fyrir lánsfé
Mikil lánsviðskipti og gnótt gulls og silfurs
afvegaleiða þá sem þyrstir í upphefð.
Misgjörðir hinna ágjörnu koma í ljós
og verða þeim til stórfelldrar skammar.
Almenningur jafnar reikninginn við vestrænar bankastofnanir
Musterin, þar sem Vesturlandabúar geyma
fjársjóði sína á leyndum stöðum, verða brotin
upp af hungruðum [lýðnum] sem endurheimtir
auðæfin og vinnur ótrúleg spellvirki.
Meðal þeirra verða hræðilegar óspektir.
Hljómar þetta ekki kunnuglega í dag ?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
GunnarE
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar